Golarion: Stutt yfirferð yfir söguna

Árið er 4717 AR, tíundi dagur Desnus (Maí), Öld Týndra Fyrirboða (Age of Lost Omens.)

  • Saga Golarion er löng og margslungin, hún byrjar með Öld Myrkurs (Age of Darkness) um -5.300 AR og spannar því nærri tíu þúsund ár. En þó ber að geta að sagan er mun lengri en öll vitneskja um atburði sem gerðust fyrir byrjun þessarar aldar hefur glatast.
  • Öld Týndra Fyrirboða, öldin sem þið búið nú á byrjar árið 4.606 með dauða Aroden, síðasta Azlanti mannsins. 
  • Aroden var ódauðlegur Azlanti maður, talinn síðastur af "hinum fyrstu mönnum" en Azlanti veldið leið undir lok þegar The Starstone féll til jarðar og sökkti því í Arcadian Hafið og markaði þannig upphaf Aldar Myrkurs. Aroden kom fram á sjónarsviðið þegar hann reisti Starstone frá botni sjávar og byggði borgina Absalom í kringum hann, þetta er að jöfnu markað sem árið 1 AR. Hann varð í kjölfarið að lifandi Guði sem steig frá jörðu til Himna þar sem hann leiðbeindi þegnum sínum (Hann var tilbeðinn af mörgum en þó helst var hann talinn vera verndari ríkisins Taldor). Hann steig nokkrum sinnum niður til að verja mannkynið frá ógnum sem stafaði að þeim og þá ber helst að nefna þegar hann lagði Tar-Baphon árið 896 AR, galdramann og konung úr austri sem leitaði leiða til að gera sig ódauðlegann. Tar-Baphon þessi reis svo upp frá dauðum sem Lich árið 3202 AR með hjálp The Cult of The Whispering Way.
  • Spádómar sögðu að Aroden myndi aftur stíga til jarðar í ríkinu Cheliax árið 4606 en þegar sá dagur rann upp herjaði gríðarmikill stormur yfir allt Inner Sea svæðið sem varði í þrjár vikur, að þeim liðnum höfðu allir prestar sem þjónuðu Aroden misst samband við hann. Í dag er Aroden talinn horfinn, jafnvel dauður og síðan þá hafa engir spádómar ræst og hæg hnignun hefur fest rætur í hjarta Golarion.

 

Golarion: Stutt yfirferð yfir söguna

Carrion Crown MagniFreyr MagniFreyr